Bjarni Jónsson er fæddur á Akranesi. Hann lauk magisterprófi í leikhúsfræðum frá háskólanum í München 1992 og hefur frá árinu 1994 verið sjálfstætt starfandi sem leikskáld, dramatúrg, þýðandi og framleiðandi. Bja- rni skrifaði sitt fyrsta leikrit, Korkmann, árið 1989, en það var flutt í sviðsettum samlestri í Þjóðleikhúsinu 1992. Árið 1998 var leikrit hans, Kaffi, sett upp í Þjóðleikhúsinu. Sýningunni var boðið á Evrópsku leikritahátíðina í Bonn sama ár og verkið var einnig tekið til flut- nings í Westdeutscher Rundfunk í Köln. Bjarni hlaut tilnefningu til Norrænu leikskáldsverðlaunanna árið 2000 fyrir Kaffi. Árið 2004 sýndi Þjóðleikhúsið leikrit hans, Vegurinn brennur og hann var höfundur að leikgerðunum upp úr Vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré sem sýndar voru í Borgarleikhúsinu árið 2005. Leikrit Bjarna, Óhapp! var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2007, en hann hlaut útnefningu til Norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir það verk, auk tilnefningar til Grímunnar. Falið fylgi var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í janúar 2009. Hann Norrænu útvarpsverðlaunin 2004 fyrir Svefnhjólið, verk sem byggði á sögu Gyrðis Elíassonar og var framleitt í samstarfi við hljómsveitina Múm. Bjarni hefur á síðustu árum starfað sem dramatúrg og höfundur með Kriðpleir leikhópi. Hann er einnig dramatúrg leikhópsins The Brokentalkers í Dublin. Verk hans hafa verið þýdd á ensku, sænsku, þýsku og pólsku.
Óhapp!
Óhapp! er óvanalegt stofudrama með þar sem ólíkir heimar skarast. Við lítum inn til ungra hjóna sem glíma við fortíðina og hvort annað, kennaraverkfall setur óvænt strik í reikning sjónvarpsstjarna, sálfræðingurinn leggur línurnar og kokkurinn töfrar fram unaðslegt lambakjöt. Hér er á ferðinni „heimilisleg“ umfjöllun um þjóðfélag sem er á kafi í sjálfu sér og ósköp kunnuglegt fólk sem er ekki allt sem það sýnist.