Hrafnhildur Hagalín er fædd 1965. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og lagði stund á frönsku og leikhúsfræði í Sorbonne-háskóla í París 1989-1992.  Hún hefur stundað ritstörf og þýðingar um árabil, meðal verka hennar eru, “Ég er meistarinn”, “Hægan, Elektra”, “Norður”, leikgerð að “Sölku Völku” Sek, Flóð og útvarpsverkin „Einfarar“ og „Opið hús“.  Meðal helstu þýðinga eru m.a. verk eftir Söru Kane, Arthur Miller, Harold Pinter, Wajdi Mouawad og Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen.  Hrafnhildur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Leikskáldaverðlaun Norðurlanda fyrir “Ég er meistarinn”(1992) – verkið hefur verið þýtt á ellefu tungumál og sýnt víða um heim. “Hægan, Elektra” var tilnefnt til Leikskáldaverðlauna Norðurlanda 2001 og sýnt í Frakklandi 2008.  Hrafnhildur hlaut ásamt Kristínu Eysteinsdóttur, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin fyrir úvarpsverkið „Opið hús“, verkið hlaut þriðja sæti í Prix Eruropa 2013.  „Sek“ var valið í Norrænu leikskáldalestina 2014, Hrafnhildur viðurkenningu úr Rithöfundasjóði RÚV sama ár.  Verk hennar hafa komið út hjá Máli og menningu, (Ég er meistarinn og Hægan Elektra) , Oxford University Press (Hægan Elektra) og Iperborea á Ítalíu (Ég er meistarinn), Flóð (Leikritaútgáfa Borgarleikhússins).  Hrafnhildur hefur verið stundakennari og kennt póstdramatíska leikritun við LHÍ. Hún er listrænn ráðunautur við Borgarleikhúsið.

Guilty

Magnað leikrit sem byggir á dómsmáli frá 19. öld. Lífsþræðir ábúenda og vinnumanns í Rifshæðarseli á Melrakkasléttu fléttast saman í örlagaríkum ástarþríhyrningi. Með því að styðjast við texta og tilsvör úr dómskjölum frá þessum tíma byggir höfundurinn upp spennandi atburðarás sem kemur áheyrandanum sífellt á óvart. Sagan hverfist í kringum ástarþríhyrninginn og hina eilífu spurningu um sekt og sakleysi.