Jón Atli Jónasson er fæddur í Reykjavík árið 1972. Hann er stofnmeðlimur Mindgroup, evrópskra regnhlífarsamtaka fólks sem hefur stundar tilraunleikhús. Jón Atli er einn fremsti leikritahöfundur á Íslandi og eftir hann liggja fjölmörg verk, t.d. Draugalestin, Hundrað ára hús, Brim, Rambó 7, Mindcamp og Djúpið sem síðar varð að samnefndri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Jón Atli hefur einnig sent frá sér skáldsöguna Í frostinu og Börnin í Dimmuvík og auk þess skrifað smásögur. Verk hans hafa verið sett upp víða um heim, meðal annars í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín.
The Deep
Djúpið er einleikur byggður á sannsögulegum atburðum um mann sem lenti í sjóskaða og barðist hetjulega fyrir lífi sínu, einn í sjónum, í margar klukkustundir. Verkið varð síðar að kvikmyndinni Djúpið, leikstýrt af Baltasar Kormáki.