Salka Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 1981 og starfa sem skáld, dramatúrg og þýðandi. Hún var leikskáld Borgarleikhússins 2016-17 og hefur starfað við framkvæmdastjórn leikhópsins Soðins sviðs og framleiðslu leiksýninga á Íslandi, í Skotlandi og Ástralíu. Frumsamin verk Sölku eru m.a. Súldarsker( Tjarnarbíói 2011 og Samkomuhúsinu 2012, einnig sýnt á Festival for ny europæisk dramatik 2012 hjá Husets Teater og valið í ETC Book of Plays 2012), And the Children Did Not Look Back(Oran Mor í Glasgow 2012), Breaker(Adelaide Fringe og Edinburgh Fringe 2013), Manstu?(Þjóðleikur 2013), Svona er það þá að vera þögnin í kórnum(Borgarleikhúsið 2013), Hættuför í Huliðsdal(Soðið svið, Kúlunni 2013), Ljósberarnir(Útvarpsleikhúsið 2016), Old Bessastaðir(Sokkabandið, Tjarnarbíói 2016), Extravaganza(Soðið svið, Borgarleikhúsinu 2016), Eftir ljós(Útvarpsleikhúsið 2017), Skúmaskot(Borgarleikhúsið 2018). Salka hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar t.d. Underbelly Edinburgh Award 2013 á Adelaide Fringe, Weekly Award for Theatre á Adelaide Fringe, Susan Sontag Prize for Translation 2010 (honorary mention), Gaddakylfan 2007, The Gwilym and Dilys Edmund Award for Excellent Academic Achievements 2005. Og tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2011 í flokknum leikskáld ársins fyrir Súldarsker og 2016 fyrir Old Bessastaði. Hættuför í Huliðsdal hlaut auk þess tilnefningu sem barnasýning ársins 2014 og Eftir ljós hlaut tilnefningu sem útvarpsverk ársins 2017.

Breaker

Verkið fjallar um ungan mann, Daníel, sem kemur á afskekkta eyju þar sem amma hans ólst upp. Hann er í leit að svörum við spurningum um fortíðina og hittir fyrir kennarann á staðnum, Sunnu. Þau taka tal saman og ungi maðurinn reynir að grafast fyrir um fortíðina. Sunna er þögul sem gröfin en smátt og smátt fara að koma upp á yfirborðið þeir skelfilegu atburðir sem gerðust á eynni og allir hafa reynt að halda leyndum.