Tyrfingur Tyrfingsson hefur þegar skipað sér í hóp helstu leikskálda á Íslandi.
Nýjasta verk hans; Helgi Þór rofnar verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu leikárið 2019/20. Áður hafa Kartöfluæturnar, Auglýsing ársins, Bláskjár og Skúrinn á sléttunni verið sýnd þar við fögnuð áhorfenda og lof gagnrýnenda. Verk Tyrfings hafa hlotið veglegar kynningar á leiklistarhátíðum í Evrópu og á næsta leikári mun eitt virtasta leikhús Hollendinga, Toneelgroep Oostpool, sviðsetja Kartöfluæturnar þar í landi. Það hefur jafnframt tryggt sér sýningarrétt á hinu nýja leikritiskáldsins. Tyrfingur hefur hlotið Íslensku leiklistarverðlaunin, Grímuna, fyrir list sína og margsinnis verið tilnefndur til þeirra.
Tyrfingur býr í Amsterdam.

 

Kartöfluæturnar (The Potato Eaters)

Verkið fjallar um örvæntingu og skömm, sektarkennd, leyndardóma og lífslygi fólks. Það styðst að nokkru leyti við viðtöl við íslenska ástar- og kynlífsfíkla. Ættmóðirin Lísa er virt og dáð fyrir störf í þágu kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi bæði í stríðinu í Kosovo þar sem hún stundaði stríðshjúkrun og í friðsælu Reykjavík. Með árunum hefur hún þróað með sér ástar- og kynlífsfíkn sem hún hefur þekkingu til að takast á við en skortir hugrekki til að leysa. Nú er hún komin heim til að takast á við fortíðina, dóttur sína og stjúpson – og innrétta æskuheimilið alveg upp á nýtt.
Verkið fjallar um hin ýmsu andlit valdbeitingarinnar og nálgast kvikuna við að lýsa einlægri löngun móður til að ná aftur sambandi við dótturina sem hún skildi eftir þegar hún fór til Kosovó. Upp kemst síðan um ástæður þess að Lísa fór þegar fyrrum stjúpbróðir birtist í gættinni og biður líka um hjálp sinnar gömlu fjölskyldu. Verkið fjallar um þau mörk eða það markaleysi sem liggur á milli ástar og fíknar, stríðs og friðar.

Helgi Comes Apart /Helgi Þór rofnar

Helgi Þór rofnar er drepfyndið, kraftmikið og spennandi leikrit um það hvort maðurinn komist undan sögunni um sig, geti losað sig úr álögum og hætt að trúa á spádóma.

Þó að lífið sé niðurdrepandi á útfararstofu Jóns, kviknar samt lífsneisti með syni hans, Helga Þór líksnyrti, þegar aðstandandi líksins á börunum birtist í dyrunum — ung stelpa sem hann þekkir. Og það lifnar yfir þeim báðum, þau skilja hvort annað og eru að byrja að tengjast þegar Jón mætir móður og másandi eftir að hafa fengið sýnir. Jón kastar fram spádómi um að líf Helga sé í stórhættu og allt byrjar.

Fá af leikskáldum nýrrar kynslóðar hafa notið jafn mikillar hylli og Tyrfingur Tyrfingsson

sem nú frumsýnir sitt fimmta leikrit í Borgarleikhúsinu. Áður hafa Kartöfluæturnar, Auglýsing ársins, Bláskjár og Skúrinn á sléttunni verið sýnd þar við fögnuð áhorfenda og lof gagnrýnenda. Verk Tyrfings hafa hlotið veglegar kynningar á leiklistarhátíðum í Evrópu og á næsta leikári mun eitt virtasta leikhús Hollendinga, Toneelgroep Oostpool, sviðsetja Kartöfluæturnar þar í landi. Það hefur jafnframt tryggt sér sýningarrétt á hinu nýja leikriti

skáldsins. Tyrfingur hefur hlotið Íslensku leiklistarverðlaunin, Grímuna, fyrir list sína og margsinnis verið tilnefndur til þeirra. Þess ber að gæta að uppselt var á allar sýningar af Kartöfluætunum í Borgarleikhúsinu.